Hvað er í Belcando fóðrinu

Okkar innihaldsefni

Heildræn nálgun

Öll hráefni fóðursins hafa áhrif á lífsleikni, heilsu og lífslíkur hundsins. Víxláhrif næringar og heilsu eru margslungin og flókin, og breytast með aldri hundsins. BELCANDO® er árangur heildstæðrar nálgunar sem varðveitir lífsorku hundsins með náttúrulegum næringarefnum í jafnvægi hvort við annað. Heildstæð nálgun er fjölbreytt val næringarefna sem er sérvalið saman til að stuðla að heilbrigði. Þannig mynda til dæmis verðmæt efni eins og vínberjafræsduft og chiafræ saman heildstæða einingu. Þau mynda pólýfenól sem vinna gegn fríum radikölum og ómega-3 fitusýrum. Meltingaþræðir þeirra eru í fullkomnu jafnvægi og bæta niðurbrot fæðuefna til muna. Þessi áhrif myndu ekki nást fram ef þessum efnum væri bætt í fóðrið síðar.

 

Prótein                                                                      

Grunnurinn að heilbrigðri vöðvauppbyggingu.

Aðalsmerki BELCANDO® þurrfóðurs er hið háa hlutfall hágæða dýrapróteins. Til að ná fram breytileika og heildstæðri næringu, blöndun við saman próteinum af mismunandi uppruna s.s. alifuglum og fiski. Allt prótein kemur úr afurðum hæfum til manneldis.

 

Kjúklingakjöt

Hágæða kjötvöðvi.

Meira bragð.

Hágæða hráefni með 10% hærra próteininnihaldi en venjulega.

Lágt öskuinnihald, vegna lágmarks nýtingar beinamjöls.

Auðmeltanlegt og fer vel í maga.

Kjúklingaprótein, þurrkað

 

Lifur

Náttúrulegur uppruni vítamína og mikilvægra snefilefna.

Hágæða prótein uppruni.

Sérlega bragðgott frá nátturunnar hendi.

 

 

Lambakjöt, ferkst                                                                         

Hágæða kjötvöðvi

Gefur meira bragð og er auðþolað.

Einungis úr lömbum sem alast upp á graslendi og við náttúrulegar aðstæður.

Hágæða hráefni með 10% hærra prótein innihaldi og 20% minna af beinum.

Hentar sérstaklega vel fyrir viðkvæma hunda.

Lambaprótein, þurrkað

 

Egg

Þurrkuð heil egg.

Próteingjafi með hæsta náttúrulega gildi sem kostur er á.

Jafnvægi í innihaldi oru, vítamína, snefilefna og steinefna.

Mjög auðmelt.

 

Lax, ferskur

Hágæða ætur fiskur.

Meira bragð.

Smár fiskur og lax. Hæg þurrkaður.

Uppspretta próteins með mjög hátt næringargildi.

Sérlega hátt innihald omega-3 fitusýra (EPA, DHA): mikilvægt fyrir húð og feld.

Lax og sjávarfiskmjöl

 

Kolvetni                                                                     

Orkugjafar fyrir styrk og úthald

Hundar eru fyrst og fremst kjötætur. Hins vegar geta kolvetni einnig verið mikilvæg uppspretta orku. Þegar plöntuhlutarnir eru unnir á réttan hátt þola hundar þá vel. Í náttúrunni neyra hundar kolvetna í gegnum bráð sín, en uppleyst kolvetni eru í maga bráðarinnar. Við framleiðslu á BELCANDO® þurrfóðri notum við væga gufu og þrýsting á hráefni til að auðvelda upptöku næringarinnar úr efnunum.

 

Baunamjöl

Hágæða uppspretta kolvetna.

Inniheldur ekki glútein.

Grænmeti með margslugna samsetningu ( inniheldur einnig prótein og trefjar).

Auðþolað: hæg melting hjálpar þínum hundi að finnast hann saddur og kemur í veg fyrir að blóðsykurinn hækki eftir fóðrun.

Framleitt úr völsuðum höfrum.

40% línólsýra í fituinnihaldinu (uppfull af verðmætum omega-6 fitusýrum).

Auðþolað: hæg melting hjálpar þínum hundi að finnast hann saddur og kemur í veg fyrir að blóðsykurinn hækki eftir fóðrun.

Auðþolað fyrir hunda með glúteinóþol.

Hjálpar til við að lækka kólestrógildi.

 

Kartöflur, hrísgrjón, maís                                                           

Hágæða glúteinfrír uppruni kolvetna.

Góður valkostur fyrir hunda með viðkvæm meltingarfæri.

Mjög næringarríkur valkostur í stað kornmetis. Það inniheldur ekkert glútein.

Býður uppá töluvert hærra magn nauðsynlegra næringarefna en korn gefur (prótein, amínó sýrur, ómettaðar fitusýrur, steinefni og snefilefni) og er vel þolað meira að segja af börnum og fólki með meltingarvandamál.

Amaranth er hluti af amaranth fjölskyldunni sem ýmsar grænmetisteegundir tilheyra t.d spínat og rauðrófur.

Amaranth er eitt af elstu þekktu rætkuðu búvörum í heimi og var álitið heilagr af Aztekum vegna þess að það gaf fólki ótrúlega orku.

Amaranth var einnig ræktað í Þýskalandi á miðöldum og er enn þann dag í dag.

 

Fitur                                                                 

Hrein fita er mikilvægur orkugjafi í hundafóðri vegna fjölda kaloría. Fita inniheldur líka nauðsynlegar ómettaðar fitusýrur sem stýra lífsnauðsynlegum efnahvörfum líkamans. Til dæmis þá er upptaka og vinnsla sumra vítamína algerlega háð fitu. Engin mettuð fita eins og mör og tólg er notuð við framleiðslu á BELCANDO®

 

 

Alifuglafita

Hátt hlutfall af fjölómettuðum fitusýrum: yfir 20% línólínsýra, sem eru omega-6 fitusýra.

Algjörlega fersk, hágæða hráefni.

Lágmarkhlutfall óæskulegra fría fitusýra.

Náttúruleg bragðefni fyrir bætt og betra bragð.

Olían er unnin varlega við lágt hitastig (<55°C).

Sérlega hátt innihald omega-3 fitusýra (EPA, DHA): mikilvægt fyrir húð og feld.

Astaxanthin í laxaolíu er náttúrulegt andoxunarefni.

 

Laxa olía

 

Sérstök hrá innihaldsefni                                         

Sérvalin hráefni sem greinir okkur frá öðrum framleiðendum

Heildstætt, heilnæmt fóður tryggir gæði og fjölbreytileika og framúrskarandi blöndu náttúrulegra hráefna. Þannig að við val okkar á hráefnum til framleiðslu á BELCANDO® er ekki eingöngu horft til próteins, fitu og kolvetna, heldur ekki síður til vítamína, snefilefna og annarra lífsnauðsynlegra næringarefna.

 

Chia fræ

Kryddplantan Salvía frá Mexikó, sem Aztekarnir notuðu til forna, og er nú fáanleg í sjálfbærri framleiðslu, er sérlega mikilvægur hluti heilnæmrar fæðu. Fituinnihald þessa olíufræs, af ómettuðum fitusýrum, er meira en mælist í öðrum slíkum fræjum (60% omega-3 fitusýrur og 20% omega-6 fitusýrur).

Það stuðlar þar af leiðandi að heilbrigðri og fallegri húð og feld.

Mettandi áhrif án álags á líkamann.

40% heilsusamlegar trefjar (85% er óuppleysanlegir).

Vegna hæfni til að taka upp vökva bætir það og auðveldar streymi fæðunnar í gegnum þarmana*

*Chia fræ geta drukkið í sig tíu sinnum eigin þyngd af vökva.

 

Kaldpressað vínberjafræsmjöl

Til að mæta kröfum okkar um heilræna staðla er notað mjöl úr sérvöldum hreinsuðum og kaldpressuðum vínberjakjörnum

Hjálpar við að vernda gegn sindurefnum í fæðunni.

Og hefur einna hæsta andoxunarvirkni allra fæðuefna til varnar frumum líkamans.

Heilnæmt, hjarta styrkjandi náttúrulegt bætiefni til verndar hjarta- og blóðrásarkerfi, draga úr öldrun og stuðlar að auknum lífsgæðum.

Ómengað náttúrulegt efni með fullri virkni (engin þynning).

Inniheldur 10% af mmikilvægri vínberjafræsolíu.

 

Áta (ljósáta (krill))                                                                        

Þetta eru lítil krabbadýr sem lifa í stórum hópum í Suðurhöfum. Þau eru uppspretta sérlega mikilla næringarefna, þrátt fyrir smæð.

Vítamín og snefilefni frá A – Zinks!

Hágæða prótein (lífsnauðsynlegar amínó sýrur)

Ríkt af glúkósamíni (sem er mikilvægt fyrir stoðkerfið, brjósk og liði).

Stór hluti fituhlutfallsins (18%) er ríkt af lífsnauðsynlegu omega-3 fiitusýrunum EPA og DHA.

Omga-3 fitusýrur eru til staðar í formi fosfólípíða sem sannanlega bætir upptöku þeirra.

Mikil vörn fyrir frumur líkamans með því að sameina ólík andoxunarefni (þar með talið astaxanthin).

 

Hörfræ

Þýskur olíuríkur ávöxtur með 40% fituinnihaldi. Þessi nytsömu fræ eru einnig vinsæl í fæðu fólks og hafa verið notuð i alls konar heimalækningar aðferðum og uppskriftum í aldir.

Inniheldur mikið af hágæða fitusýrum.

Hörfræolía inniheldur 90% fjölómettaðar fitusýrur og meira en 60% alfa-línólsýru (omega-3 fitusýra).

Gelsykur, sem eru náttúrulegur hluti hörfræja, stuðla að jafnvægi meltingarinnar.

Júkka schidigera

Sérstök tegund júkku sem helst finnst á eyðurmerkursvæðum Norður og Suður Ameríku. Frumbyggjar Ameríku hafa notað það sem ómetanlegt náttúruefni í aldir.

Dregur úr ólykt úr meltingarvegi og af saurnum.

Hefur forvarnargildi fyrir þarmaflóruna.

Ver frumur líkamans á náttúrulegan hátt.

 

Ölger                                                                                             

Þökk sé þeirri gnótt og jafnvægis milli næringarefna og lífsnauðsynlegra bætiefna, þá er þessi hágæðavara eitt mikilvægasta hráefnið í hundafóðri okkar.

Fengin úr náttúrulegum afurðum sem verða til við ölgerð, vandlega þurrkuð með sérstakri einkaleyfisvarinni aðferð.

Inniheldur mikið af B-bítamínum, amínósýrum, snefilefnum og steinefnum.

Tryggir mörg lífsnauðsynleg og mikilvæg efni fyrir ónæmiskerfið.

Frábært bragð.

 

Kryddjurtir

Við notum blöndu sérvalinna kryddjurta til að auðga BELCANDO® hundafóðrið ýmsum náttúrulegum næringarefnum.

Uppskriftir sem innihalda m.a. netllauf, maríuvandarrætur, centaury, kamillu, fenniku, kúmen, mistiltein, valhumal, brómber.

Uppspretta tannís, nauðsynlegra olía, P-vítamíns og kísils

Þau örva matarlystina, bæta meltinguna og þar með bæta lífsgæði og stuðla að lengri lífsaldri hundsins.

 

Carob

Þetta næringarríka grænmeti á uppruna að rekja til Miðjarðarhafssvæðins og er í miklum metum vegna bragðgæða.

Tryggir kolvetni og mikilvæg steinefni

Náttúruleg tannín og slím styrkja meltingaveginn.

Mikilvæg styrking þarmaflórunnar.